40 drepnir í árás í Malí

Frá hátíðarhöldum í Malí í tengslum við Níger-ána fyrr í …
Frá hátíðarhöldum í Malí í tengslum við Níger-ána fyrr í þessum mánuði. AFP

Fjörutíu manns, þar af níu hermenn, voru drepnir í átökum þjóðflokka í Malí. 31 var drepinn í árás á þorpið Ogossagou, en íbúar þess tilheyra flestir Fulani-þjóðar­brot­inu. 160 létu lífið í þorpinu í árás vígamanna Dogon-þjóðarbrotsins í mars í fyrra. 

30 vopnaðir menn réðust á þorpsbúa í gær og kveikt var í kofum og uppskeru þorpsins, að sögn Aly Ousmane Barry, þorpshöfðingja Ogossagou. Þá var búfé einnig tekið eða brennt. Þá er að minnsta kosti 28 saknað eftir árásina. 

Síðustu misseri hafa mann­skæðar árás­ir í Malí verið tíðar og hafa trú­arof­stæk­is­menn meðal ann­ars myrt fjölda al­mennra borg­ara í smærri þorp­um.

Dogon-þjóðar­brotið hef­ur lengi átt í erj­um við Ful­ani-hjarðmenn og hafa árekstr­ar á milli hóp­anna tveggja auk­ist enn frek­ar síðan liðsmenn Rík­is íslam náðu fót­festu í Norður-Malí árið 2012.

mbl.is