Sækja Bandaríkjamenn um borð í Diamond Princess

Rúmlega 3.700 manns voru í skipinu og hafa að minnsta …
Rúmlega 3.700 manns voru í skipinu og hafa að minnsta kosti 285 þeirra smitast af COVID-19 kórónuveirunni. Hin smituðu hafa verið flutt frá borði en aðrir farþegar eru enn í sóttkví. AFP

Flugvél á vegum bandarískra yfirvalda verður send til Japan í dag í þeim tilgangi að sækja bandaríska ríkisborgara sem hafa verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess í tæpar tvær vikur. 

Rúmlega 3.700 manns voru í skipinu og hafa að minnsta kosti 285 þeirra smitast af COVID-19 kórónuveirunni. Hin smituðu hafa verið flutt frá borði en aðrir farþegar eru enn í sóttkví. 

Bandaríkjamennirnir verða áfram í sóttkví þegar heim er komið, í að minnsta kosti tvær vikur. Um 400 Bandaríkjamenn eru um borð í skipinu. 

Flugvél á vegum bandarískra yfirvalda verður send til Japan í …
Flugvél á vegum bandarískra yfirvalda verður send til Japan í dag í þeim tilgangi að sækja bandaríska ríkisborgara sem hafa verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess í tæpar tvær vikur. AFP

„Farþegarnir verða skoðaðir vegna mögulegra einkenna og við erum í samstarfi við japönsk yfirvöld. Ef grunur um smit vaknar munu þeir fá bestu mögulegu meðhöndlun í Japan þar sem þeir geta ekki farið heim með flugvélinni,“ segir í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu í Tókýó. 

Í tilkynningunni segir einnig að þeir Bandaríkjamenn sem neiti eða afþakki að fara með vélinni munu ekki geta snúið aftur til Bandaríkjanna í ákveðinn tíma á meðan hætta á útbreiðslu veirunnar varir. 

Farþegar um borð í Diamond Princess verða í sóttkví að minnsta kosti til 19. febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
30
liggja á
spítala
2
eru
látnir