Trump: Ég hef fullan rétt á afskiptum af dómsmálum

Donald Trump Bandaríkjaforseti og William Barr dómsmálaráðherra.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og William Barr dómsmálaráðherra. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir sig hafa „fullan lagalegan rétt“ til þess að skipta sér af sakamálum sem eru fyrir dómi. Þetta kemur fram í Twitter-færslu forsetans en William Barr dómsmálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali á fimmtudag að tíst forsetans grafi und­an starfi hans sem dóms­málaráðherra og geri hon­um nán­ast ómögu­legt að sinna starfi sínu.

„Ég held það sé kom­inn tími til að hætta að tísta um mál­efni dóms­málaráðuneyt­is­ins,“ sagði Barr í viðtali við frétta­stofu ABC, en mál Rogers Stone, fyrr­ver­andi stjórn­málaráðgjafa for­set­ans sem hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir að hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar, að bera ljúg­vitni fyr­ir þingi og hafa áhrif á framb­urð annarra vitna, hef­ur verið í há­mæli und­an­farna daga.

Um­mæli Barr eru sögð bera merki þess að dóms­málaráðherr­ann sé orðinn þreytt­ur á fram­göngu for­set­ans, en hann hef­ur hingað til verið tal­inn banda- og stuðnings­maður Trump.

Trump segir einnig í færslu sinni að hann hafi aldrei skipt sér af neinum málum er varða dómsmálaráðuneytið, en hann hafi til þess fullan rétt. „En hingað til hef ég ekki kosið að nýta hann,“ segir í færslu Trump.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert