14 látnir eftir að ökumaður missti stjórn á bíl

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. AFP

Að minnsta kosti 14 létust og tugir særðust þegar flutningabifreið ók á bíla og gangandi vegfarendur í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, í dag.

Samkvæmt frétt AFP missti ökumaður flutningabifreiðarinnar stjórn á ökutækinu eftir að bremsurnar biluðu.

Vitni sögðust telja að mun fleiri hefðu látist en 14, sem er opinber tala yfirvalda.

Eteni Longodo, heilbrigðisráðherra landsins, sagðist telja að fleiri en 30 hefðu slasast í óhappinu en ekki væri vitað hversu margir eru í lífshættu.

mbl.is