40 Bandaríkjamenn um borð í Diamond Princess smitaðir

Bandaríkjamenn á leið heim eftir óvenjulega dvöl í skemmtiferðaskipi.
Bandaríkjamenn á leið heim eftir óvenjulega dvöl í skemmtiferðaskipi. AFP

Alls eru 40 bandarískir ríkisborgarar sem eru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess smitaðir af kórónuveirunni COVID-19 og verða þeir fluttir á spítala í Japan.

Í frétt AFP kemur fram að 400 Bandaríkjamenn séu um borð í skipinu. Þeir, fyrir utan áðurnefnda 40, verða fluttir með flugvélum til Bandaríkjanna.

Við heimkomuna verður fólkið sett í 14 daga sóttkví.

mbl.is

Kórónuveiran

28. mars 2020 kl. 15:19
963
hafa
smitast
97
hafa
náð sér
19
liggja á
spítala
2
eru
látnir