Fimm tonn af kókaíni innan um blómaskreytingar

Rúmlega 5.000 pakkningar af kókaíni voru faldar innan um blómaskreytingar …
Rúmlega 5.000 pakkningar af kókaíni voru faldar innan um blómaskreytingar í gámi sem flytja átti frá Kosta Ríka til Hollands. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Lögreglan í Kosta Ríka lagði hald á rúmlega fimm tonn af kókaíni í gær. Aldrei hefur lögreglan lagt hald á jafn mikið magn af fíkniefnum á einu bretti í sögu landsins. 

Kókaínið var falið í gámi  í höfninni í Limon sem senda átti til Rotterdam í Hollandi. Efnin voru falin innan um blómaskreytingar. Við leit fundust 202 skjalatöskur með alls 5.048 pakkningum af kókaíni, hver vó um eitt kíló. 

46 ára karlmaður frá Kosta Ríka hefur verið handtekinn vegna málsins. Langstærstur hluti fíkniefna sem er fluttur til Evrópu kemur frá mið-Ameríku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert