Snákaorgía leiddi til lokunar

Óvíst er hvort þessi snákur frá Flórída hafi tekið þátt …
Óvíst er hvort þessi snákur frá Flórída hafi tekið þátt í herlegheitunum. AFP

Loka þurfti dýragarði að hluta til í borginni Lakeland í Flórídaríki í Bandaríkjunum fyrir helgi vegna mökunar fjölda snáka í garðinum sem starfsmenn garðsins segja að hafi verið truflandi. 

Gestir í garðinum tóku eftir því að rúmur tugur snáka var samankominn í einhvers konar sameiginlegu mökunarferli. Þar höfðu þeir komið saman vegna árlegs mökunartíma. 

„Það virðist vera sem svo að snákarnir hafi safnast saman til að makast,“ sagði í færslu dýragarðsins á Facebook. Færslunni fylgdi þó ekki mynd af athæfinu heldur mynd af einum snákanna.

Snemmbúinn Valentínusarfögnuður

Starfsmenn garðsins innsigluðu á fimmtudag svæði þar sem hin að því er virðist ástföngnu skriðdýr höfðu safnast saman til að hefja Valentínusarfögnuð sinn með góðum fyrirvara en Valentínusardagurinn var á föstudaginn. 

„Við gerðum þetta bæði til að vernda almenning og snákana,“ sagði í fyrrnefndri færslu. 

„Þeir eru yfirleitt ekki árásargjarnir svo framarlega sem fólk truflar þá ekki. Þegar mökunum er lokið ætti leiðir þeirra að skilja.“

Snákarnir eru nokkurn veginn skaðlausir vatnasnákar sem hvíla almennt í trjágreinum yfir vötnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert