Vara við lífshættulegum flóðum

Yfir 300 viðvaranir vegna flóða hafa verið gefnar út á …
Yfir 300 viðvaranir vegna flóða hafa verið gefnar út á Bretlandseyjum. AFP

Breska veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun og herinn hefur verið kallaður út vegna storms og flóða sem fylgja óveðurslægðinni Dennis sem gengur nú yfir Bretlandseyjar. 

Ástandið er einna verst í suðurhluta Wales þar sem mikil flóð hafa geisað. Viðbragðsaðilar hafa bjargað fólki úr húsum sem hafa orðið fyrir flóðunum. Yfir 300 viðvaranir vegna flóða hafa verið gefnar út. 

Viðbragðsaðilar hafa bjargað fólki úr húsum sem hafa orðið fyrir …
Viðbragðsaðilar hafa bjargað fólki úr húsum sem hafa orðið fyrir flóðunum. AFP

Fjórar alvarlega flóðviðvaranir hafa verið gefnar út á Englandi og tvær í Wales, en talið er að þau geti verið lífshættuleg þar sem vatnið geti farið afar hratt yfir og valdið skemmdum á mannvirkjum og vegum. 

Sarah Bridge, íbúi í Herefordshire á Englandi, líkir storminum við hvirfilbyl. Vatn flæddi inn á heimili hennar þrátt fyrir sérstakar flóðavarnir. „Þetta er sárt. Eldhúsið er á floti og ég heyri hluti fljóta um á neðri hæðinni,“ segir hún í samtali við BBC.mbl.is