Takmarkað aðgengi sendiherrans að Facebook

Gunnar Snorri Gunnarsson hefur verið sendiherra Íslands í Peking í …
Gunnar Snorri Gunnarsson hefur verið sendiherra Íslands í Peking í 14 ár. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ein hliðarverkun COVID-19 veirunnar er að kínversk stjórnvöld virðast vera að styrkja eldvegginn og takmarka aðganga að erlendum fréttaveitum og samfélagsmiðlum,“ skrif­ar Gunn­ar Snorri Gunn­ars­son, sendi­herra Íslands í Kína, á Face­book.

Yfirvöld í Kína hafa hert takið á netinu en markmiðið virðist vera að takmarka aðgengi Kínverja að umfjöllun erlendra fréttamiðla um kórónuveiruna COVID-19.

„Það getur því orðið bið á skilaboðum frá mér á þessum miðli í bráð,“ skrifar Gunnar Snorri.

Dán­ar­hlut­fall vegna kór­ónu­veirunn­ar er 2,3%, en það sem af er hafa orðið tæp­lega 1.900 dauðsföll. Rúm­lega 72 þúsund hafa smit­ast af veirunni, flest­ir í Hubei-héraði í Kína, þar sem dán­ar­hlut­fallið er jafn­framt hærra, eða 2,9%. Ann­ars staðar í Kína, það er utan Hubei, er dán­ar­hlut­fallið hins veg­ar aðeins 0,4%.

mbl.is

Kórónuveiran

27. mars 2020 kl. 13:55
890
hafa
smitast
82
hafa
náð sér
18
liggja á
spítala
2
eru
látnir