Aðskotahlutir fundust í nýjum 737-MAX vélum

Frá því í mars á síðasta ári hafa all­ar 737 …
Frá því í mars á síðasta ári hafa all­ar 737 MAX-vélar Boeing verið kyrr­sett­ar og enn er ekki ljóst hvenær þær munu fá heim­ild eft­ir­lits­stofn­ana í Banda­ríkj­un­um til þess að taka á loft að nýju. AFP

Áskoranir flugvélaframleiðandans Boeing halda áfram að aukast eftir að aðskotahlutir fundust í eldsneytistönkum nokkurra nýrra 737 MAX-véla félagsins sem komið var fyrir í geymslu eftir að vélarnar voru kyrrsettar. 

Talsmaður Boeing sem hefur yfirumsjón með 737 MAX-flotanum segir það óásættanlegt með öllu að aðskotahlutir finnist í eldsneytistönkum vélanna. Ekki hefur verið gefið upp um hvers konar aðskotahluti er að ræða en þeir fundust við hefðbundið eftirlit. 

Skakka­föll Boeing síðustu misseri má nær ein­vörðungu rekja til af­leiðinga af tveim­ur mann­skæðum flug­slys­um, í október 2018 og mars 2019, þar sem í hlut áttu Boeing 737 MAX-vél­ar fé­lags­ins. Frá því í mars á síðasta ári hafa all­ar vél­ar þeirr­ar teg­und­ar verið kyrr­sett­ar og enn er ekki ljóst hvenær þær munu fá heim­ild eft­ir­lits­stofn­ana í Banda­ríkj­un­um til þess að taka á loft að nýju.

Talsmaður Boeing telur að uppgötvun aðskotahlutanna ætti þó ekki að hafa áhrif á hvenær vélarnar fá flugheimild að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert