Gert að rífa 20 hæðir af 52 hæða háhýsi

Dómari við hæstarétt New York-ríkis komst að þeirri niðurstöðu fyrir …
Dómari við hæstarétt New York-ríkis komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að verktaki hafi ekki farið eftir settum reglugerðum byggðaskipulags í hverfinu við byggingu háhýsis og hefur verið gert að rífa allt að 20 af 52 hæðum hússins. Ljósmynd/Twitter

Verktaki sem nýlega reisti 52 hæða háhýsi á Upper West Side í New York gæti þurft að rífa allt að 20 hæðir af 200 metra hárri byggingunni. Dómari við hæstarétt New York-ríkis komst að þessari niðurstöðu en verktakinn fór ekki eftir settum reglugerðum byggðaskipulags í hverfinu. 

Niðurstaðan er mikill sigur fyrir nokkur félagasamtök í hverfinu sem hafa barist gegn því að háhýsið rísi. Segja samtökin að verktakinn hafi nýtt sér smugu í skipulags- og byggingarlöggjöfinni til að reisa hærri byggingu en raunverulegt leyfi hafi verið gefið fyrir. 

„Við erum í skýjunum,“ segir Olive Freud, formaður félagasamtaka sem barist hafa gegn byggingu háhýsisins, sem yrði með þeim hæstu í hverfinu. „Verktakinn vissi nákvæmlega hvaða áhættu hann var að taka,“ segir Richard D. Emery, lögfræðingur sem rak málið fyrir félagasamtökin. 

Mjög sjaldgæft er að verktakar þurfi að rífa heilu hæðirnar …
Mjög sjaldgæft er að verktakar þurfi að rífa heilu hæðirnar af byggingum sínum en fordæmi eru fyrir því. Árið 1991 var verktaka gert að rífa 12 hæðir af 31 hæðar háhýsi á East 96th Street. Ljósmynd/Twitter

Lögfræðingur verktakans segir að úrskurði hæstaréttar verði áfrýjað. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag að afturkalla byggingarleyfi verktakans á Amsterdam Avenue og var verktakanum gert að rífa allar hæðir háhýsisins umfram veitt byggingaleyfi. 

Óljóst er nákvæmlega hversu margar hæðir verði að rífa en samkvæmt einni túlkun laganna gæti þurft að fjarlægja 20 af 52 hæðum byggingarinnar. 

Niðurstaðan setur mikilvægt fordæmi að mati Elizabeth Goldstein, forseta samtaka iðnhönnuða í New York, sem eru í hópi samtaka sem stefndu verktakanum. 

Mjög sjaldgæft er að verktakar þurfi að rífa heilu hæðirnar af byggingum sínum en fordæmi eru fyrir því. Árið 1991 var verktaka gert að rífa 12 hæðir af 31 hæðar háhýsi á East 96th Street. 

Hvað gerist næst er hins vegar nokkuð óljóst. 112 lúxusíbúðir eru í byggingunni, þar af glæsileg þakíbúð sem nú þarf að rífa. „Við þurfum bara að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Goldstein.

Óljóst er nákvæmlega hversu margar hæðir verði að rífa en …
Óljóst er nákvæmlega hversu margar hæðir verði að rífa en samkvæmt einni túlkun laganna gæti þurft að fjarlægja 20 af 52 hæðum byggingarinnar. Ljósmynd/Twitter

Frétt New York Times

mbl.is