Myrti átta, særði fimm og flúði

Árásarmaðurinn flúði af vettvangi.
Árásarmaðurinn flúði af vettvangi.

Að minnsta kosti átta létust og fimm særðust í skotárás í borginni í Hanau í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn vopnaður byssu hóf skothríð á tveimur svokölluðum Sisha börum í borginni. Þeir eru kunnir fyrir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að reykja úr vatnspípum.  

Í fyrri skotárásinni sem var í miðborginni létust þrír. Eftir það hélt morðinginn á næsta stað sem er skammt frá og er í hverfinu Kesselstadt og þar myrti hann fimm manns til viðbótar.

Hann flúði af vettvangi og er víðtæk leit hafin að honum og er meðal annars notast við þyrlu. Ástæða verknaðarins liggur ekki fyrir.  

Borgin Hanau tilheyrir stórborgarsvæði Frankfurt og er um 25 kílómetra austan við borgina. 

Þetta kemur fram á vef BBC og vísað er til þarlendra þýskra miðla.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is