Rapparinn Pop Smoke skotinn til bana

Rapparinn Pop Smoke á tónleikum í nóvember í Houston í …
Rapparinn Pop Smoke á tónleikum í nóvember í Houston í Texas. AFP

Bandaríski rapparinn Pop Smoke var skotinn til bana á heimili sínu í Hollywood. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á morðinu sem virðist hafa verið ránmorð. Lögreglan hefur staðfest að fjöldi manna réðst inn á heimili hans í vesturhluta Hollywood en verst allra annarra fregna um málið. 

Smoke, sem heitir réttu nafni Bashar Barakah Jackson, var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í Los Angeles skömmu seinna. 

Í þessari viku komst plata hans í fyrsta skipti á topp 10 listann í Bandaríkjunum. Hún var gefin út af Republic Records. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir „hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og aðdáendum og við syrgjum hann öll“.

Fjölmargir tónlistarmenn hafa minnst hans á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal eru Nicki Minaj og Skepta en þau unnu saman.  

View this post on Instagram

The Bible tells us that jealousy is as cruel as the grave. Unbelievable. Rest In Peace, Pop.

A post shared by Barbie (@nickiminaj) on Feb 19, 2020 at 6:57am PST

Smoke var í miðri tónleikaferð. Hann átti meðal annars að halda tónleika í London í apríl auk annarra staða. 

Smoke vildi hafa áhrif á yngstu kynslóðina og sagði í Facebook-færslum fyrir skemmstu vilja „skapa tónlist fyrir börn sem byggju við fátækt“.  Hann ólst sjálfur upp í Brooklyn í New York. 

mbl.is