Tveir létust er hraðlest fór út af sporinu

Tveir létust þegar hraðlest fór út af sporinu skammt frá …
Tveir létust þegar hraðlest fór út af sporinu skammt frá borginni Wallan í Viktoríufylki í Ástralíu í morgun. Ljósmynd/Twitter

Tveir létust og nokkrir slösuðust þegar lest fór út af sporinu skammt frá borginni Wallan í Viktoríufylki í Ástralíu í morgun. Um var að ræða hraðlest sem var á leið frá Sydney til Melbourne. 

Einn farþegi var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Melbourne og gert var að sárum nokkurra farþegar á slysstað, en þeir eru ekki alvarlega slasaðir að sögn viðbragðsaðila.

Um 160 farþegar voru í lestinni en ekkert liggur fyrir um orsök þess. Fimm vagnar fóru út af sporinu og að minnsta kosti einn hafnaði á hliðinni. 

Michel McCormack, staðgengill forsætisráðherra Ástralíu, segir að slysið verði rannsakað í þaula.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert