„Við vorum bara tveir eftir“

Lögreglumaður stendur vörð utan við veitingahúsið þar sem Tobias R. …
Lögreglumaður stendur vörð utan við veitingahúsið þar sem Tobias R. skaut níu til bana. AFP

Fórnarlamb skotárásarinnar í Hanau í Þýskalandi lýsir árásinni á átakanlegan hátt í myndbandsviðtali við fréttastofuna A News sem breska ríkisútvarpið hefur birt á vef sínum.

Muhammed var einn fárra sem lifðu af skotárás hins 43 ára gamla Tobias R. Muhammed og lýsir því hvernig árásarmaðurinn gekk inn á staðinn og skaut alla sem hann sá í höfuðið. Muhammed var skotinn í öxlina áður en hann náði að fela sig bak við vegg.

Muhammed lýsir því hvernig hann lagðist ofan á annan gest á bak við vegginn og að annar maður hafi svo lagst ofan á hann, og jafnvel fleiri þar ofan á.

„Við vorum í hrúgu. Maðurinn sem lá undir mér var með gat á hálsinum. Hann sagði við mig, bróðir, ég finn ekki fyrir tungunni, ég get ekki andað. Ég sagði honum að fara með lokabæn. Hann fór að öskra og segja öllum að fara með bæn en enginn svaraði. Við vorum bara tveir eftir.“

mbl.is