Fjöldi tilfella tvöfaldaðist á einum degi

Tveir eru látnir af völdum veirunnar í Suður-Kóreu og óttast …
Tveir eru látnir af völdum veirunnar í Suður-Kóreu og óttast stjórnvöld að sú tala geti hækkað talsvert á næstu dögum og vikum. AFP

Fjöldi kórónuveirutilfella fer hratt hækkandi í Suður-Kóreu og segja yfirvöld þar í landi að tilfelli hafi tvöfaldast á einum degi frá föstudegi til laugardags.

Í dag voru staðfest 229 ný smit af kórónuveirunni COVID-19 og er heildarfjöldi smita í Kóreu því orðinn 433. Aðstoðarheilbrigðismálaráðherra Suður-Kóreu segir að útbreiðsla sjúkdómsins hefði náð nýjum og alvarlegri hæðum.

Mörg nýju tilfellanna tengjast sjúkrahúsi þar sem veikir liggja og trúarsöfnuði í suðaustlægu borginni Daegu.

Tveir eru látnir af völdum veirunnar í Suður-Kóreu og óttast stjórnvöld að sú tala geti hækkað talsvert á næstu dögum og vikum.

Frétt BBC

mbl.is

Kórónuveiran

8. apríl 2020 kl. 13:00
1616
hafa
smitast
633
hafa
náð sér
39
liggja á
spítala
6
eru
látnir