Hryðjuverkamenn „eru yfirleitt múslimar“

Flugvél Ryanair.
Flugvél Ryanair. AFP

Kanna á bakgrunn allra karlmanna sem eru múslimatrúar áður en þeir stíga upp í flugvél vegna þess að hryðjuverkamenn „eru yfirleitt múslimar“. Þetta sagði Michael O‘ Leary, forstjóri Ryanair, í viðtali sem var birt í The Times í morgun.

Hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma með ummælum sínum.

„Hverjir eru sprengjumennirnir?“ spurði O´Leary í viðtalinu þegar rætt var um öryggismál á flugvöllum.

„Þeir eru einhleypir karlmenn sem eru að ferðast einir […] Ef þú ferðast með börnum, hugsarðu með þér: Líkurnar á því að þú ætlir að sprengja þau öll upp eru engar.“

„Það má ekki segja hluti, vegna þess að það eru kynþáttafordómar en venjulega eru þetta karlmenn sem eru múslimar. Fyrir þrjátíu árum voru þetta Írar.“

Talsmaður félags múslima í Bretlandi hefur sakað O´Leary um „hræðslu við íslam“.

Þingmaðurinn Khalid Mahmood sagði að O´Leary væri að hvetja til kynþáttahaturs. „Í Þýskalandi í þessari viku drap hvít manneskja átta manns. Eigum við að gera bakgrunnsathugun á hvítum til að sjá hvort þeir eru fasistar?“

Forstjóri Ryanair er þekktur fyrir umdeildar skoðanir sínar. Meðal annars hefur hann talað um að innheimta skuli „fituskatt“ af farþegum sem þjást af offitu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert