50 þúsund Ítalir í sóttkví

Íbúar á svæðunum þar sem veiran hefur greinst eru vinsamlegast …
Íbúar á svæðunum þar sem veiran hefur greinst eru vinsamlegast beðnir að halda sig heima við. AFP

Stjórnvöld á Ítalíu hafa gripið til róttækra aðgerða í tilraun til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 þar í landi. Um 50 þúsund íbúar í tveimur héruðum, Lombardy og Veneto, eru í sóttkví og sæta farbanni frá bæjum sínum.

Nærri 80 tilfelli COVID-19 hafa verið staðfest á Ítalíu og þar af eru tveir látnir.

Mannlaust á götu úti í Codogno.
Mannlaust á götu úti í Codogno. AFP

Bannað er að ferðast til eða frá svæðunum þar sem kórónuveiran hefur greinst nema með sérstöku leyfi yfirvalda, auk þess sem allri atvinnu-, skóla- og frístundastarfsemi hefur verið slegið á frest.

Lögregla og önnur yfirvöld hafa leyfi til þess að tryggja að farið sé eftir tilmælum stjórnvalda.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

6. apríl 2020 kl. 7:34
1486
hafa
smitast
428
hafa
náð sér
38
liggja á
spítala
5
eru
látnir