Átta létust í stórum jarðskjálfta

Skjálftinn átti upptök sín á um 6 kílómetra dýpi um …
Skjálftinn átti upptök sín á um 6 kílómetra dýpi um 10 kílómetra frá landamærunum að Tyrklandi. AFP

Hið minnsta átta eru látnir eftir stóran jarðskjálfta sem reið yfir í norðvesturhluta Írans, skammt frá landamærunum að Tyrklandi, í morgun. 

Skjálftinn var 5,7 að stærð og hafði Íran tilkynnt um nokkrar skemmdir á byggingum og tugi slasaðra vegna skjálftans, en nú hafa stjórnvöld í Tyrklandi tilkynnt að átta hafi látist þeirra megin við landamærin, þar af þrjú börn.

Skjálftinn átti upptök sín á um 6 kílómetra dýpi um 10 kílómetra frá landamærunum að Tyrklandi.

Samkvæmt tyrkneskum yfirvöldum er ekki talið að fólk sitji fast í húsarústum eftir skjálftann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert