Ellefu dauðsföll á Ítalíu

Fólk á göngu í Mílanó.
Fólk á göngu í Mílanó. AFP

Alls eru ellefu látnir úr kórónuveirunni COVID-19 á Ítalíu og meira en 320 smit staðfest. Veiran er ekki lengur eingöngu bundin við tvö héruð í norðurhluta landsins heldur hafa tveir greinst smitaðir í Toskana og eitt tilvik er staðfest á Sikiley.

Auk þess greindust smit í Austurríki, Sviss og Króatíu í dag. 

Ítalir hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að sporna við frekari dreifingu veirunnar. Forsætisráðherra landsins sagði fyrr í dag að veiran hefði breiðst hratt út vegna lélegrar stjórnunar sjúkrahúss á Norður-Ítalíu.

Allir þeir sem hafa látist á Ítalíu eru ellilífeyrisþegar eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Írönsk yfirvöld hafa greint frá því að sextán séu látnir þar í landi af völdum veirunnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að stjórnvöld í Íran segi ekki satt um raunverulega útbreiðslu veirunnar þar í landi.

mbl.is

Kórónuveiran

6. apríl 2020 kl. 7:34
1486
hafa
smitast
428
hafa
náð sér
38
liggja á
spítala
5
eru
látnir