Greindist með kórónuveiruna á Tenerife

AFP

Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Spáni greindu frá því í kvöld að einstaklingur þar hefði greinst með kórónuveiruna COVID-19. Um er að ræða ítalskan ferðamenn sem býr í Lombardiu-héraði í norðurhluta Ítalíu.

Veiran hefur náð töluverðri útbreiðslu í áðurnefndu héraði en greint er frá málinu á vef El Pais.

Þar kemur fram að maðurinn hafi sjálfur gefið sig fram við heilbrigðisyfirvöld þegar hann fann til einkenna sem líktust flensu.

Ekki er greint frá aldri mannsins en hann er í einangrun og boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina