Fjórir smitaðir á hótelinu á Tenerife

Lögregla stendur vörð um hótelið og gætir þess að enginn …
Lögregla stendur vörð um hótelið og gætir þess að enginn fari þar inn eða út. Ljósmynd/Jón Sigurðsson

Alls hafa fjórir gestir á hótelinu Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife greinst smitaðir af kórónuveirunni COVID-19. Tvö smit til viðbótar hafa verið staðfest til viðbótar við ítalska lækninn sem smitaðist fyrst og eiginkonu hans. Sjö Íslendingar eru á meðal þeirra þúsund gesta sem eru í sóttkví á hótelinu. 

Þetta kemur fram í spænska dagblaðinu El Pais og Canarian Weekly.

Fólkið hefur verið flutt á einangrun á sjúkrahús. Fólkið er allt ítalskt en og þau sem voru greind núna höfðu varið tíma með ítalska lækninum og konu hans á Tenerife. Læknirinn hefur dvalið á eyjunni í um viku tíma en hann leitaði til læknis þegar hann fann fyrir einkennum veirunnar.

Af þeim þúsund manns sem eru í sóttkví á hótelinu eru um 800 gestir og 200 starfsmenn hótelsins. Lögreglan stendur vörð um hótelið. 

Öll ný smit kór­ónu­veirunn­ar í Evr­ópu und­an­farna daga er hægt að rekja til Ítal­íu. Þar hafa yfir 300 smit­ast og 11 lát­ist. Aft­ur á móti fækk­ar dauðsföll­um í Kína en síðasta sól­ar­hring­inn hafa 52 lát­ist eða alls 2.715 frá því far­ald­ur­inn braust út í kring­um ára­mót­in.

Í gær var greint frá því að kór­ónu­veir­an væri kom­in til Aust­ur­rík­is, Króa­tíu og Sviss. Eins til Als­ír. Í öll­um til­vik­um er smitið rakið til Ítal­íu. Fyrsta til­felli kór­ónu­veirunn­ar í Rómönsku-Am­er­íku var greint í gær en það var Bras­ilíu­búi sem var ný­kom­inn frá Ítal­íu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert