Furða sig á meintri sóttkví á hótelinu

Los hefur komið á gesti hótelsins og eiga starfsmenn erfitt …
Los hefur komið á gesti hótelsins og eiga starfsmenn erfitt með að ráða við aðstæður. AFP

Íslendingarnir sem eru í sóttkví á, H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kór­ónu­veiru­smits sem greind­ist meðal fjög­urra gesta á hót­el­inu, hafa hvorki fengið upplýsingar frá hótelinu um hversu lengi þeir eigi að halda sig inni á herbergjum sínum né hversu lengir sóttkvíin vari. Íslendingarnir eru að minnsta kosti níu talsins, sjö á vegum Vita og tveir á eigin vegum. 

Starfsmenn hótelsins ráða ekki lengur við að senda mat upp á herbergi til gestanna og því þurfti að opna mötuneytið aftur um hádegi í dag. Starfsmennirnir eru of fáir til að hafa stjórn á gestunum en samkvæmt upplýsingum frá móttökuritara hótelsins voru þeir eingöngu 40 talsins við vinnu í dag. Gestirnir eru um 800 talsins.  

Þetta segir Svali Kaldalóns fararstjóri á Tenerife samkvæmt upplýsingum frá tveimur Íslendingum á hótelinu. Íslendingarnir furði sig á þessari meintu sóttkví þar sem samgangur gestanna verði óhjákvæmilega mikill þegar fólk fer í mötuneytið að sækja sér mat.  

Los á fólki og starfsmenn ekki með stjórn 

Hótelstarfsmennirnir gefa þær upplýsingar að þeir hafi ekki fengið upplýsingar frá spænskum stjórnvöldum um hversu lengi gestirnir skuli vera á hótelinu í sóttkví. 

Svali hefur verið í reglulegu sambandi við þá tvo en þeir bókuðu gistinguna sjálfir þ.e.a.s. ekki í gegnum ferðaskrifstofu. Sjö Íslendingar eru á vegum ferðaskrifstofunnar Vita á hótelinu og er aðalfararstjóri þeirra í góðu sambandi við þá.

Svali greinir frá því að klukkan rúmlega tvö í dag fengu gestir hótelsins upplýsingar um að allir skyldu halda sig inni á herbergjum sínum. Fram til dagsins í dag hafa gestir fengið mat sendan inn á herbergi sín. Þeir gátu einnig, fram að þessu, getað skroppið niður til að sækja sér kaffisopa. Ekki var lagt blátt bann við að fara niður en ætlast til að fólk væri ekki á ferli að óþörfu. 

Svo virðist sem ekki allir gestir hafi farið eftir þessum tilmælum. Í gær var fólk á ferli á hótelinu og nýtti sér meðal annars sundlaugarnar. „Í gær kom los á allt aðhald á fólki. Það var tekið fyrir það og ítrekað fyrir fólki að halda sig sem mest inn á herbergjum,“ segir Svali. 

Þessi ítrekun virðist ekki hafa skilað tilskildum árangri því nú koma ný skilaboð þar sem þetta er ítrekað. Skilaboðin er misvísandi og óljós. 

„Ég get ímyndað mér að starfsfólk ráði ekki við aðstæður. Fjöldi gestanna er eins og eitt bæjarfélag og starfsmennirnir eru 200,“ segir Svali. 

Vopnuð lögregla stendur vörð um hótelið og gætir þess vandlega að enginn fari hvorki út né inn. 

Samkvæmt upplýsingum frá Sveini Guðmarssyni upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins er vitað um sjö Íslendinga á hótelinu sem er í sóttkví. 

Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er kallaður er …
Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er kallaður er fararstjóri á Tenerife. mbl.is/Golli
mbl.is

Kórónuveiran

28. mars 2020 kl. 15:19
963
hafa
smitast
97
hafa
náð sér
19
liggja á
spítala
2
eru
látnir