Rúmlega 400 smit á Ítalíu

Páfinn snýtir sér í messu í dag.
Páfinn snýtir sér í messu í dag. AFP

Alls eru tólf látn­ir úr kór­ónu­veirunni á Ítalíu og 401 smit er staðfest. Smit sem hafa dreifst um Evrópu í vikunni er hægt að rekja til Ítalíu þrátt fyrir tilraunir til að hefta útbreiðsluna.

Fjöldi smita á Ítalíu jókst um 25% síðastliðinn sólarhring.

Nokkur Evrópulönd, þar á meðal Noregur, hafa greint frá smitum í dag og er hægt að rekja þau til Ítalíu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagði að kórónuveiran dreifðist í fyrsta skipti hraðar utan landsteina Kína en hún kom upp þar í landi í lok desember.

Alls hafa 81.322 smit verið staðfest í 34 löndum, mikill meirihluti þeirra í Kína, og 2.700 hafa látist.

Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði við fréttamenn eftir fund með heilbrigðisráðherra Ítalíu í dag að staðan væri vissulega áhyggjuefni. Þó væri vissara að halda ró sinni.

mbl.is

Kórónuveiran

28. mars 2020 kl. 15:19
963
hafa
smitast
97
hafa
náð sér
19
liggja á
spítala
2
eru
látnir