Greina frá sjónarmiðum vegna viðræðna við ESB

Boris Johnson forsætisráðherra.
Boris Johnson forsætisráðherra. AFP

Bresk stjórnvöld munu í dag greina opinberlega frá sjónarmiðum sínum vegna viðskiptaviðræðna sinna við Evrópusambandið í kjölfar Brexit sem hefjast á mánudag.

Þrátt fyrir að samningaviðræðurnar séu ekki hafnar opinberlega hafa Bretar og ESB meðal annars tekist á um hvernig réttindum í tengslum við fiskveiðar skuli háttað.

Tveimur dögum eftir að ráðherrar ESB samþykktu sameiginlega nálgun sína mun ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra greina frá sínum forgangsmálum.

Þegar Bretar yfirgáfu ESB 31. janúar ákváðu báðir aðilar að aðlögunarferli stæði yfir til 31. desember. Klukkan tifar og enn sem komið er hefur lítið þokast áfram í þeim viðræðum sem farið hafa fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert