Hátt í 600 ný tilfelli í S-Kóreu í dag

Hiti Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, mældur í höfuðborginni Seúl.
Hiti Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, mældur í höfuðborginni Seúl. AFP

Suðurkóresk stjórnvöld hafa tilkynnt um 315 ný tilfelli kórónuveirunnar í landinu. Þar með hefur 571 smitast af veirunni það sem af er degi.

Aukningin á fjölda smitaðra er þar með meiri en tilkynnt hefur verið um í Kína, þar sem veiran greindist fyrst.

Alls hafa 2.337 smitast af kórónuveirunni í Suður-Kóreu.

Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Suður-Kóreu.
Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Suður-Kóreu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

5. apríl 2020 kl. 13:25
1486
hafa
smitast
428
hafa
náð sér
38
liggja á
spítala
4
eru
látnir