Boris og Carrie trúlofuð og eiga von á barni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds. Þau hafa nú …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds. Þau hafa nú trúlofað sig og eiga von á barni. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds hafa tilkynnt að þau eigi von á barni auk þess að hafa trúlofað sig. Von er á barninu í byrjun sumars. Guardian greinir frá, en þar er einnig bent á að miðað við væntan dag megi leiða líkur að því að getnaðurinn hafi átt sér stað í kringum 31. október, eða þegar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu var frestað.

Parið hefur búið saman í ráðherrabústaðnum í Downingstræti 10 síðan Johnson varð forsætisráðherra í júlí í fyrra. Varð Symonds fyrsta ógifta sambýliskona forsætisráðherra í sögu landsins til að búa í ráðherrabústaðnum.

Johnson verður að með þessum ráðhag fyrsti forsætisráðherra Bretlands í 250 ár til að kvænast meðan hann situr í embætti.

Johnson, sem er 55 ára gamall, á þegar fimm börn með tveimur konum. Annars vegar með Marina Wheeler, fyrrverandi eiginkonu sinni, og svo með Helen Macintyre, sem hann átti í framhjáhaldi með. Johnson hefur hins vegar alltaf neitað að segja hversu mörg börn hann eigi nákvæmlega.

mbl.is