Neitaði að taka í höndina á Merkel

Merkel veifar og brosir eftir að Seehofer neitaði að taka …
Merkel veifar og brosir eftir að Seehofer neitaði að taka í hönd hennar. AFP

Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, neitaði að taka í höndina á Angelu Merkel Þýskalandskanslara þar sem þau funduðu um málefni flóttafólks í morgun. Ráðherrann kveðst hættur að taka í hönd fólks vegna kórónuveirunnar.

Samkvæmt frétt BBC var hlegið þegar Seehofer beindi hendi Merkel frá sér þegar hún hugðist heilsa honum.

„Þetta var rétt,“ sagði Merkel og lyfti höndum upp í loft eftir „neitunina“.

Alls hafa verið tilkynnt 150 tilfelli kórónuveirusmits í Þýskalandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina