Warren hyggst draga framboðið til baka

Warren á stuðningsfundi á þriðjudag.
Warren á stuðningsfundi á þriðjudag. AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, sem hafði gefið kost á sér í for­vali Demó­krata­flokks­ins fyr­ir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­un­um, hyggst draga fram­boð sitt til baka síðar í dag. 

Þetta hefur dagblaðið New York Times eftir heimildarmanni sem sagður er standa Warren nærri.

Warren fór verr út úr forvalskosningunum á þriðjudag en vonast hafði verið til. Var þyngsta höggið í hennar heimaríki Massachusetts, þar sem hún var á eftir bæði Bernie Sanders og Joe Biden í atkvæðafjölda.

mbl.is