Fjörutíu og þremur bjargað úr rústunum

Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum.
Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum. AFP

Tekist hefur að bjarga 43 manns af 70 úr rústum hótels sem hrundi í borginni Quanzhau í Kína fyrr í dag. Þetta kemur fram í kínverskum ríkismiðlum. Hótelið var notað sem sóttvarnahús fyrir þá sem höfðu verið í nánum kynnum við fólk smitað af kórónuveirunni.

Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum á þessari stundu. Um þúsuns manns taka þátt í leit að fólkinu, þar af um 200 heimamenn og 800 slökkviliðsmenn auk 11 leitar- og björgunarsveitarhópa með sjö leitarhundum. 

Í borginni hafa alls 47 einstaklingar greinst með veiruna. 

Ekki er vitað hvers vegna byggingin hrundi en hótelið var byggt fyrir tveimur árum. Ekki er óalgengt að byggingar hrynji til grunna í Kína. Árið 2016 létust að minnsta kosti 20 manns þegar blokk hrundi til grunna í austurhluta borgarinnar Wenzhau. Í henni voru innfluttir verkamenn.

Hótelið var byggt fyrir tveimur árum.
Hótelið var byggt fyrir tveimur árum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert