Hið minnsta 10 látnir eftir hrun hótelsins

Björgunaraðilar að störfum.
Björgunaraðilar að störfum. AFP

Hið minnsta 10 eru látnir og 23 er saknað eftir að hótel sem notað var sem sóttkví vegna kórónuveirunnar í kínversku borginni Quanzhou hrundi í gær. 

Björgunaraðilar leita enn í rústum hótelsins, en 71 var í byggingunni þegar hún hrundi. Ekki liggur enn fyrir hvers vegna hótelið hrundi. 

AFP

Samkvæmt BBC var hótelið notað sem sóttvarnahús fyrir aðstandendur einstaklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni sem veldur öndunarfærasjúkdómnum COVID-19. Talið er að 58 af þeim 71 sem dvaldi á hótelinu hafi verið í sóttkví.

Hótelið var byggt árið 2018 og á því eru 80 herbergi fyrir gesti.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert