Réttarhöld vegna MH17 hafin í Hollandi

Réttarhöld yfir fjórmenningum sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið …
Réttarhöld yfir fjórmenningum sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið niður farþegaþotu Malaysia Airlines, flug MH17, sem var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur í júlí 2014, hófust í Amsterdam í morgun. AFP

Réttarhöld yfir fjórmenningum sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið niður farþegaþotu Malaysia Airlines, flug MH17, sem var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur í júlí 2014, hófust í Amsterdam í morgun. 

298 manns af tíu þjóðernum létu lífið þegar vélinni var grandað. Tveir þriðju hinna látnu voru hollensk.  

Alþjóðlegt teymi rann­sak­enda sem unnið hef­ur að rann­sókn á árás­inni á flug­vélina fór fram á það síðasta sumar að mennirnir fjórir yrðu ákærðir. Rann­sókn­ar­nefnd­in, sem leidd er af Hol­lend­ing­um, hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að Rúss­arn­ir Igor Girk­in, Ser­gey Dubin­skíj og Oleg Pu­latov auk Úkraínu­manns­ins Leonid Kharchen­ko, beri ábyrgð á því að BUK Tel­ar-flug­skeytið sem grandaði flug­vél­inni hafi verið flutt yfir landa­mæri Rúss­lands til Úkraínu. Rússnesk yfirvöld hafa neitað því frá upphafi að vera viðriðin árásina. 

Dómari við dómstólinn sagði málið „grimmdarlega hörmung“ við upphaf réttarhaldanna í morgun. Ríkin hafa neitað að framselja hina ákærðu og því verða þeir ekki viðstaddir réttarhöldin. Lögmaður eins Rússans er viðstaddur réttarhöldin og hefur ákæruvaldið sagst vera tilbúið að taka við vitnisburði í formi myndskeiða.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert