Tveggja vikna sóttkví fyrir alla ferðamenn

Netanayhu segir ákvörðunina erfiða.
Netanayhu segir ákvörðunina erfiða. AFP

Ísrael mun setja alla ferðamenn sem koma til landsins í tveggja vikna sóttkví. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu fyrir skemmstu.

„Eftir dag af erfiðum ákvörðunum höfum við tekið ákvörðun — allir þeir sem koma til Ísraels að utan munu fara í einangrun í fjórtán daga,“ sagði Netanyahu á Twitter.

„Þetta er erfið ákvörðun en hún er nauðsynleg til að viðhalda heilsu almennings,“ bætti hann við.

Þessar ráðstafanir munu gilda að minnsta kosti næstu tvær vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert