Ekki nægur tími til að láta vita af ferðabanni

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varið ákvörðun sína um að tilkynna um ferðabann til Bandaríkjanna frá Evrópu án þess að láta ríkisstjórnir Evrópuríkja vita. Á blaðamannafundi sagði hann að ekki hefði verið nægur tími til þess.

Ummæli hans komu eftir að fulltrúar Evrópusambandsins brugðust reiðir við ferðabanninu og sögðu ákvörðunina hafa verið einhliða og án nokkurs samráðs.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur óskað eftir símaviðtali við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna ákvörðunarinnar, sem Guðlaugur hefur mótmælt harðlega.

„Ég vildi ekki eyða tíma,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu, spurður út í gagnrýnina. „Þetta tekur tíma… Við þurftum að hafa hraðar hendur.“

Hann bætti við: „Þegar þeir hækka skatta í okkar garð hafa þeir ekki haft samráð við okkur.“ Forsetinn sagði að bannið, sem stendur yfir í 30 daga, mundi hafa „mikil áhrif“ á efnahaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert