Kínverjar banna ferðir á Everest

Mount Everest.
Mount Everest. AFP

Kínversk yfirvöld eru hætt að veita fjallgöngumönnum leyfi til að klífa norðurhlið Everest vegna kórónuveirunnar.

Síðasta vor klifu 885 manns Everest, hæsta fjall veraldar, sem er nýtt met. 664 þeirra komu frá Nepal og 241 frá norðurhlutanum í Tíbet.

Hlið fjallsins í Nepal er opin sem stendur. Engu að síður hafa margir fjallgöngumenn hætt við að klífa fjallið. Einnig hafa þeir sem ætla upp Everest verið beðnir um að sýna fram á ferðasögu sína síðustu fjórtán daga og læknisvottorð.

Kínversk yfirvöld „hafa greint okkur frá að fjallið verður lokað frá norðurhliðinni,“ sagði Lukas Furterbach, skipuleggjandi hjá Furtenbach Adventures í Austurríki. Ellefu ferðamenn á hans vegum munu þess í stað fara upp fjallið frá Nepal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert