Trump mun ekki gefa sýni

Fabio Wajngarten, upplýsingafulltrúi Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, (beint fyrir aftan …
Fabio Wajngarten, upplýsingafulltrúi Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, (beint fyrir aftan Trump) sem fundaði með Trump og Pence í Flórída hefur verið greindur með COVID-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. AFP

Sýni verður hvorki tekið hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta né Mike Pence varaforseta vegna gruns um kórónuveirusmits. Fabio Wajngarten, upplýsingafulltrúi Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem fundaði með Trump og Pence í Flórída um helgina hefur verið greindur með COVID-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 

Wajngarten snæddi til að mynda með Trump og Pence á sveitasetri Trump á Flórída um helgina og birti mynd af sér með Trump á samfélagsmiðlum. 

„Við skulum orða þetta þannig: Ég er ekki áhyggjufullur,“ sagði Trump við fjölmiðlafólk á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í dag. 

Stephanie Grisham, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að samneyti forsetans og varaforsetans við upplýsingafulltrúann hafi í raun verið mjög lítið og því sé ekki þörf á að sýni verði tekin. 

Hvorki Trump né Pence hyggjast fara í sjálfskipað sóttkví líkt og varúðarráðstafanir gera ráð fyrir þegar einstaklingar hafa umgengist einhvern sem er smitaður.

Frétt Reauters

Frétt New York Times

mbl.is