Bill Gates einbeitir sér að góðgerðarmálum

Bill Gates, stofnandi Microsoft, ætlar að segja sig úr stjórn …
Bill Gates, stofnandi Microsoft, ætlar að segja sig úr stjórn fyrirtækisins og einbeita sér frekar að ýmsum góðgerðarstörfum. AFP

Milljarðamæringurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, ætlar að segja sig úr stjórn fyrirtækisins og einbeita sér frekar að ýmsum góðgerðarstörfum. 

Meðal málefna sem hann hyggst beita sér fyrir eru lýðheilsumál á heimsvísu, þróunarmál, menntun og loftslagsvá. 

Gates, sem er næstríkasti maður í heimi á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon, hefur einnig sagt sig úr stjórn fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, sem er í eigu millj­arðamær­ing­sins og fjár­fest­isins Warrens Buffets. 

12 ár eru síðan Gates hætti daglegum afskiptum af rekstri og starfsemi Microsoft. Gates segir að fyrirtækið verði alltaf mikilvægur hluti af starfsferli hans en hann hlakkar til næsta skrefs. 

„Ég lít á þetta sem tækifæri til að viðhalda vináttu og tengslum sem ég met mikils og halda áfram að gefa af mér til tveggja fyrirtækja sem ég er stoltur af.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert