Manning látin laus úr fangelsi eftir sjálfsvígstilraun

Chelsea Manning.
Chelsea Manning. AFP

Uppljóstrarinn Chelsea Manning hefur verið látin laus úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir að hún gerði tilraun til sjálfsvígs.

Manning hafði verið í haldi síðan í maí á síðasta ári fyrir að neita að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Henni hafði skömmu áður verið sleppt úr fangelsi eftir 62 daga refsivist fyrir að neita að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á Wikileaks.

Manning átti að koma fyrir dómara í dag, föstudag, en dómarar í málinu ákváðu að vitnisburður hennar væri ekki lengur nauðsynlegur.

Frétt BBC

mbl.is