Trump útvíkkar ferðabannið til Bretlands og Írlands

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pence varaforseti í Hvíta húsinu …
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pence varaforseti í Hvíta húsinu í dag. AFP

Ferðabannið sem Don­ald Trump setti á 26 þjóðir Evr­ópu til Banda­ríkj­anna, þar á meðal Ísland, hefur verið útvíkkað og mun frá og með þriðjudegi einnig ná til Bretlands og Írlands. Til­gang­ur­inn bannsins, sem tók gildi á miðnætti, er að koma í veg fyr­ir frek­ari út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Ferðabannið sem banda­rísk yf­ir­völd hafa sett frá Evr­ópu nær til allra þeirra sem verið hafa á Schengen-svæðinu und­an­farna 14 daga. Nær bannið þannig til Aust­ur­rík­is, Belg­íu, Tékk­lands, Dan­merk­ur, Eist­lands, Finn­lands, Frakk­lands, Þýska­lands, Grikk­lands, Ung­verja­lands, Íslands, Ítal­íu, Lett­lands, Liechten­stein, Lit­há­ens, Lúx­emborgar, Möltu, Hol­lands, Nor­egs, Pól­lands, Portú­gals, Slóvakíu, Slóven­íu, Spán­ar, Svíþjóðar og Sviss.

Bretland og Írland bætast í hópinn á þriðjudag klukkan 16 að breskum tíma. Bannið nær ekki til bandarískra ríkisborgara í Bretlandi eða Írlandi sem geta snúið aftur heim. Mike Pence varaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrir stundu að bandarískir ríkisborgarar fengju aðstoð við að koma sér heim. 

Ferðabannið gildir í 30 daga.


mbl.is

Bloggað um fréttina