Leggur til takmarkanir á ferðum til ESB

Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen.
Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen. AFP

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur lagt til að sambandið loki landamærum sínum fyrir ónauðsynlegum ferðalögum. Þetta tilkynnti hún rétt í þessu.

„Þeim mun minna sem við ferðumst, þeim mun meira getum við takmarkað útbreiðslu veirunnar. Þess vegna legg ég það til við þjóðarleiðtoga og ríkisstjórnir að innleiða tímabundnar takmarkanir á ferðalögum að nauðsynjalausu til Evrópusambandsins,“ sagði von der Leyen í ávarpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina