Réttað yfir 20 manns vegna hryðjuverkaárásar

Bataclan.
Bataclan. AFP

Franska ríkið hefur ákært 20 einstaklinga fyrir aðild að hryðjuverkum sem kostuðu 130 manns lífið í París í nóvember 2015. Meðal þeirra er Salah Abdeslam sem er sá eini sem tók beinan þátt í hryðjuverkunum sem er á lífi.

Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag réttarhöldin hefjast en alls munu 1.765 almennir borgarar verða kvaddir til þess að bera vitni. Margir þeirra eru ástvinir fórnarlamba vígamannanna.

Tíu þungvopnaðir vígamenn gerðu árásir á nokkrum stöðum í París 15. nóvember 2015. Meðal árásarstaða var Bataclan-tónlistarstaðurinn, þjóðarleikvangur Frakklands, barir og kaffihús. Allir árásarmennirnir virkjuðu annaðhvort sjálfsvígsárásarvesti eða voru drepnir af lögreglu fyrir utan Abdeslam sem var handtekinn í Belgíu fjórum mánuðum síðar.

Abdelhamid Abaaoud, sem er í efri línu lengst til vinstri, …
Abdelhamid Abaaoud, sem er í efri línu lengst til vinstri, og Brahim Abdeslam fyrir neðan hann tóku þátt í skotárásum á börum og veitingahúsum í árásunum í París í nóvember ásamt þriðja manninum sem enn er óþekktur. Samy Amimour í neðri línu annar frá hægri, Omar Ismail Mostefai í miðjunni í neðri línunni og Foued Mohamed Aggad, annar frá hægri í efri röð, gerðu árásina á Bataclan. Bilal Hadfi, neðri röð lengst til hægri, og tveir óþekktir menn, lengst til hægri í efri línu og sá sem er lengst til vinstri í neðri línunni, sprengdu sig upp fyrir utan Stade de France. Salah Abdeslam, sem er annar til vinstri í efri röðinni, var handtekinn í Brussel 18. mars og Mohamed Abrini sem er í miðjunni í efri röðinni. AFP

Alls voru 14 manns, sem eru í fangelsum í Frakklandi eða undir eftirliti yfirvalda ákærðir vegna málsins í nóvember. Sex til viðbótar er leitað en talið er að þrír hið minnsta úr þeim hópi séu látnir. Þar á meðal Oussama Atar, sem er af belgískum og marokkóskum uppruna, en talið er að hann hafi tekið þátt í skipulagningunni frá Raqqa. Talið er að Atar hafi verið drepinn árið 2018 en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. 

mbl.is