Útgöngubann í Frakklandi

„Við eigum í stríði,“ sagði Macron er hann ávarpaði frönsku …
„Við eigum í stríði,“ sagði Macron er hann ávarpaði frönsku þjóðina nú í kvöld. AFP

Útgöngubann tekur gildi í Frakklandi á hádegi á morgun. Emmanuel Macron, forseti landsins, greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar nú í kvöld. Fólki verður þá gert að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Sagði Macron að refsað yrði fyrir brot á útgöngubanninu.

Þá hefur seinni umferð frönsku sveitarstjórnarkosninganna verið frestað. Fyrri umferð fór fram í gær og stóð til að síðari umferð yrði að viku liðinni.

Frakk­ar höfðu þegar lokað skól­um auk veit­ingastaða, kaffi­húsa, kvik­mynda­húsa, næt­ur­klúbba sem og fyr­ir­tækja sem ekki eru tal­in „bráðnauðsyn­leg“ en aðgerðirnar nú ganga enn lengra til að hafa hemil á því sem forsetinn hefur kallað „mestu lýðheilsuógn Frakklands í heila öld“. Fetar landið þannig í fótspor Spánar og Ítalíu.

Í sjónvarpsávarpinu lýsti Macron yfir stuðningi við hugmyndir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um tímabundið bann við ferðum frá ríkjum utan Evrópusambandsins og Schengen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert