Fátt getur stöðvað Biden

Joe Biden átti gott kvöld í gær.
Joe Biden átti gott kvöld í gær. AFP

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Joe Biden verði næsti forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins ef marka má niðurstöðu forvals í þremur ríkjum Bandaríkjanna í gær. Er munurinn á milli hans og Bernie Sanders að verða nánast óyfirstíganlegur fyrir þann síðarnefnda.

Forval átti að fara fram hjá demókrötum í fjórum ríkjum í gær en vegna neyðarástandsins ákvað ríkisstjórn Ohio að fresta forvalinu þar. Demókratar gengu aftur á móti að kjörborðinu í Arizona, Flórída og Illinois. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á bandarískt athafnalíf og vonast ýmsir demókratar til þess að þetta verði til þess að demókrati hafi betur í forsetakosningunum í nóvember gegn sitjandi forseta, Donald Trump.

Í Flórída fékk Biden, sem er 77 ára gamall, 62% atkvæða á móti 23% Sanders, sem er 78 ára gamall. Þegar búið var að telja 89% atkvæða var Biden með 23% forskot á Sanders. Í Arizona, þar sem kjörstaðir lokuðu síðast af ríkjunum þremur, benti allt til sigurs Bidens. Með því yrði það hans 19. sigur í síðustu 24 ríkjum. 

„Kosningabarátta okkar átti afar gott kvöld,“ sagði Biden í sjónvarpsávarpi frá heimili sínu í Delaware í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert