218.815 smitaðir, 84.114 hafa náð sér og 8.810 látnir

Enginn ný smit innanlands voru tilkynnt í Kína í gær og er þetta fyrsti dagurinn frá því kórónuveiran braust út sem það gerist. Kínversk yfirvöld beina nú sjónum að ferðafólki sem getur komið með veiruna til landsins að nýju. 

Aftur á móti hefur nýjum tilfellum fjölgað að nýju í Singapúr og Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eru að loka landamærum sínum fyrir öðrum en þeim sem eru með ríkisborgararétt eða dvalarleyfi til langs tíma í löndunum tveimur. 

Alls hafa 218.815 greinst með kórónuveiruna og af þeim eru 8.810 látnir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólanum. 84.114 hafa náð sér af veirunni.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gærkvöldi lög sem fela í sér að bandaríska ríkið setur 100 milljarða bandaríkjadala í sýnatöku vegna kórónuveirunnar og til að greiða fólki veikindadaga. 

Þrátt fyrir björgunarpakka ríkja um allan heim hafa helstu hlutabréfavísitölur í Asíu lækkað í dag en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 6,3% í gærkvöldi. Fyrr um daginn hafði lækkunin numið rúmlega 10%. Lokaverð vísitölunnar er 19.898,92 stig og er þetta í fyrsta skipti sem hún fer niður fyrir 20 þúsund stig frá árinu 2017. 

Engin ný tilfelli kórónuveirunnar voru skráð í borginni Wuhan síðasta sólarhringinn en það er í fyrsta skipti sem ekkert tilfelli veirunnar kemur þar upp frá því kínversk yfirvöld fóru að skrá smit í janúar. Átta létust í Kína vegna kórónuveirunnar, allir í Hubei-héraði. Alls hafa 3.245 látist þar í landi síðustu tvo mánuði. Alls eru smitin því orðin tæplega 81 þúsund talsins í Kína en af þeim eru 7.263 enn veikir. Aðrir hafa náð sér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

30. mars 2020 kl. 14:16
1086
hafa
smitast
157
hafa
náð sér
30
liggja á
spítala
2
eru
látnir