Fleiri látnir á Ítalíu en í Kína

Ítalskur læknir að störfum.
Ítalskur læknir að störfum. AFP

Ítalir eru komnir fram úr Kínverjum hvað varðar fjölda tilkynntra dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar.

Ítalir tilkynntu um 427 dauðsföll til viðbótar í dag og eru þau þar með orðin 3.405 talsins.

Í Kína, þar sem veiran á upptök sín, hefur verið tilkynnt um 3.245 dauðsföll.

Alls hafa 100.470 manns smitast af veirunni í Evrópu. Þar af hafa 4.752 látist. Í Asíu eru tilfellin 94.253 og dauðsföllin 3.417 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert