Samþykkja malaríulyf gegn kórónuveiru

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Bandarísk yfirvöld hafa samþykkt notkun lyfs sem hefur verið notað gegn malaríu, chloroquine, í meðferðarskyni gegn kórónuveirunni.

Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi.

„Við ætlum að sjá til þess að þetta lyf verði fáanlegt mjög fljótlega og FDA [bandaríska lyfjaeftirlitið] hefur staðið sig vel hvað þetta varðar,“ sagði Trump.

Hægt verður að fá kaupa lyfið gegn lyfseðli, að sögn Trumps. 

Gagnrýndi Kínverja 

Forsetinn sagði á fundinum að heimurinn þyrfti að „gjalda dýru verði“ skort Kínverja á gagnsæi þegar faraldurinn tók að breiðast út fyrir þó nokkrum mánuðum.

„Það hefði verið miklu betra ef við hefðum vitað um þetta nokkrum mánuðum fyrr,“ sagði hann.

„Það hefði verið hægt að halda þessu á einu svæði í Kína þar sem þetta hófst. Heimurinn er svo sannarlega að gjalda það dýru verði sem þeir gerðu.“

Um 10 þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og yfir 150 látist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sigurður Valgarður Bjarnason: Magnil