Ungt fólk ekki ósigrandi

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. AFP

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur séð sig knúinn til að minna ungt fólk á að það sé ekki ósigrandi í baráttunni gegn kórónuveirunni. Tedros Adhanom Ghebreyesus biðlaði í dag til ungs fólks að forðast óþarfa félagslíf.

„Ákvarðanir sem ungt fólk tekur geta verið spurning upp á líf eða dauða fyrir einhvern annan,“ sagði Ghebreyesus.

„Í dag er ég með skilaboð til unga fólksins: Þið eruð ekki ósigrandi. Þessi veira gæti haldið ykkur á sjúkrahúsi vikum saman, eða jafnvel drepið ykkur.“

Dauðsföll vegna kórónuveirunnar eru orðin ellefu þúsund talsins á heimsvísu og hafa 258 þúsund smitast.

mbl.is

Kórónuveiran

30. mars 2020 kl. 14:16
1086
hafa
smitast
157
hafa
náð sér
30
liggja á
spítala
2
eru
látnir