Yfir fjögur þúsund látnir á Ítalíu

Ítalskir hermenn með andlitsgrímur.
Ítalskir hermenn með andlitsgrímur. AFP

Ítölsk yfirvöld hafa tilkynnt um 627 ný dauðsföll af völdum kórónuveirunnar sem er það mesta á einum degi í landinu.

Þar með hafa yfir fjögur þúsund manns látist vegna veirunnar í landinu. Áður höfðu mest 475 látist á einum degi á Ítalíu, eða síðastliðinn miðvikudag.

Tala látinna er komin í 4.032 og alls hafa 47.021 smitast.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert