Fyrsta innanlandssmitið í fjóra daga

Öryggisvörður í Peking, höfuðborg Kína.
Öryggisvörður í Peking, höfuðborg Kína. AFP

Alls hafa 46 tilfelli kórónuveiru verið staðfest í Kína undanfarinn sólarhring, þar af eitt innanlandssmit. Er það fyrsta tilfellið í fjóra daga þar sem hinn smitaði er ekki að koma til Kína frá öðru landi.

Hægt hef­ur á smiti í Kína á síðustu vik­um en þarlend yfirvöld hafa miklar áhyggjum af því að smit berist til landsins annars staðar frá.

Rúmlega 56 milljónir manna í Hubei-héraði í Kína hafa búið við strangt útgöngu- og ferðabann frá því í janúar. Yfirvöld hafa undanfarna daga slakað á þeim boðum og bönnum í samræmi við fækkun smita í héraðinu.

Innanlandssmitið kom upp í Guang­dong-héraði en samkvæmt frétt AFP smitaðist viðkomandi af einstaklingi sem hafði veikst í öðru landi.

Höfuðborg­in Pek­ing og aðrir staðir hafa gripið til þess ráðs að setja alla í 14 daga sótt­kví við kom­una þangað. Auk þess hafa verið gerðar fjölda­tak­mark­an­ir á ferðalöng­um sem fá að koma til Kína.

mbl.is