64 innflytjendur fundust látnir í gámi

AFP

Yfir 60 ólöglegir innflytjendur frá Eþíópíu fundust látnir í flutningagámi í Tete-héraði í Mósambík í morgun. 

Flutningabíll sem var að smygla ólöglegum innflytjendum frá Malaví, sem talið er að séu frá Eþíópíu, var stöðvaðir á Mussacana brúnni í Tete í morgun og um borð í flutningabílnum fundust 64 manneskjur látnar. Aðeins 14 af þeim sem voru í gámnum eru á lífi. Fólkið hafi allt kafnað.

Smyglarar nota Mósambík oft sem tengingu við Suður-Afríku og fara í gegnum landið á leið sinni með fólk sem er að leita að betra lífi og möguleika á að fá vinnu í iðnvæddasta ríki Afríku.

mbl.is